Leikfélag VMA setur upp Litlu hryllingsbúðina á fjölum Samkomuhússins. Sýningin er sú stærsta sem félagið hefur sett upp í langan tíma. Enda koma í kringum 40 manns að henni með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er nemandi, kennari eða einhver ótengdur skólanum.
Verkið segir frá hinum seinheppna og óörugga Baldri sem lifir tíðindalitlu og hálf óspennandi lífi. Hann vinnur í misheppnaðri blómabúð á versta stað í bænum, ásamt Auði, ástinni í lífi hans og Herra Músnik, sem gerir þeim lífið leitt. Viðskiptin ganga illa en þegar dularfull planta verður á vegi Baldurs og ratar í búðargluggan, aukast viðskiptin og Baldur verður sífellt vinsælli og vinsælli sem vindur uppá sig með hryllilegum afleiðingum….
Leikstjóri er Birna Pétursdóttir en Hera Björk Þórhallsdóttir er raddþjálfari og Friðrik Ómar Hjörleifsson er tónlistarstjóri.