Fara í efni
Dags Tími
13 .jan '17 20:00
14 .jan '17
15 .jan '17

Bráðfyndinn og nístandi sænskur einleikur um sorg og gleði, einangrun og nánd.

 

Hinn 59 ára gamli Ove er reglufastur nákvæmnismaður sem að mati annarra íbúa úthverfisins er óþolandi smámunasamur og skapillur. En að mati hans sjálfs eiga hlutirnir einfaldlega að vera eins og þeir eiga að vera. Þegar ólétt kona að nafni Parvaneh flytur með fjölskyldu sína í götuna er eins og Ove byrji að missa tökin á öllu.

 

Einleikurinn Maður sem heitir Ove er byggður á samnefndri skáldsögu sem notið hefur mikilla vinsælda.

Sýningin er gestasýning Leikfélags Akureyrar og fagnar MAk samstarfi við Þjóðleikhúsið sem gerir áhorfendum kleift að njóta þessara frábæru sýningar sem gengið hefur ákaflega vel í Þjóðleikhúsinu. 

 

Aldurshópur 18+ 

Ekkert hlé er á sýningunni.

Lengd: 1 klst. og 25 mín.

 

Listrænir stjórnendur og listamenn:

Leikari

Sigurður Sigurjónsson

Leikstjórn

Bjarni Haukur Þórsson

Tónlist

Frank Hall

Hljóðmynd

Frank Hall, Kristján Sigmundur Einarsson

Leikmynd

Finnur Arnar Arnarson

Búningar

Finnur Arnar Arnarson

Lýsing

Magnús Arnar Sigurðarson

Leikgerð

Emma Bucht, Johan Rheborg , Marie Persson Hedenius

Þýðing

Jón Daníelsson

Búningadeild

Hjördís Sigurbjörnsdóttir, Ingveldur E. Breiðfjörð, Leila Arge