Norðurljósin munu loga 10. desember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en á þessum skemmtilegu hátíðlegu jólatónleikum mun einvala lið norðlenskra listamanna ásamt góðum gestum að sunnan flytja nokkur af uppáhalds jólalögum þjóðarinnar. Í fyrra seldist upp á ferna frábæra tónleika og komust færri að en vildu.
Forsöngvarar þetta árið eru: Valdimar, Magni Ásgeirsson, Óskar Pétursson, Erna Hrönn Ólafsdóttir, Sigríður Thorlacius og Laddi. Kammerkórinn Ísold kemur einnig fram.
Hljómsveit Norðurljósa skipa:
Arnar Tryggvason: Hljómborð
Haukur Pálmason: Trommur
Magni Ásgeirsson: Gítar
Pétur Hallgrímsson: Gítar
Sumarliði Helgason: Bassi
Valmar Valjaots: Píanó
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk
Lengd: 2x45 min með hléi. Um tveir tímar í heild.