Söngkeppni VMA er árlegur viðburður þar sem nemendur skólans fá tækifæri til að stíga á svið og opna möguleika á að koma sér á framfæri á sviði sönglistar.
Margir af stórstjórnum Íslands hafa stigið sín fyrstu skref á þessum vettvangi.
Söngkeppni VMA er því áhugaverður viðburður fyrir almenning til þess að sjá upprennandi tónlistarfólk Íslands stíga á stokk.
Miðasala hefst mánudaginn 1. febrúar kl. 10.00