Fara í efni
Dags Tími
15 .jún '17 20:00

Píanistinn Sunna Gunnlaugs og ungverski fiðluleikarinn Luca Kézdy leiða saman hesta sína á SumarJAZZ í Hofi 15. júní. 

Sunna hefur lengi verið í framvarðasveit íslenskra jazzleikara og komið fram víða um heim. Tríó diskar hennar hafa hlotið frábærar móttökur erlendra gagnrýnanda og verið margoft tilnefndar til íslensku tónlistarverðlaunanna. Sunna var valin flytjandi ársins 2015 á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

 

Fiðuleikarinn Luca Kézdy hefur vakið athygli fyrir skapandi leik og er jafnvíg í jazzi, þjóðlagatónlist, blús og balkantónlist. Hún hefur verið iðin með tríói sínu Santa Diver en kemur einnig fram í dúo formati og jafnvel solo þar sem hún notar multieffect pedal til að skapa skemmtilegan hljóðheim. Hún var í úrslitum í jazzfiðlukeppni ungverska útvarpsins 2006 og vann þar áheyrendaverðlaunin. 

 

Saman munu þær Sunna og Luca leika lög eftir hvor aðra í bland við jazz standarda.

 

SumarJAZZ tónleikaröðin í Hofi er samstarf Menningarfélags Akureyrar og 1862 Nordic Bistro.