Fara í efni

Bráðum kemur betri tíð

Frumflutt  verða lög eftir m. a. Jaan Alavere, Snorra Sigfús Birgisson og Atla Ingólfsson. Einnig heyrast nýjar útsetningar Guðmundar Óla Gunnarssonar á 3 íslenskum þjóðlögum og lög Jóns Ásgeirssonar, Jóns Nordals og Heimis Sindrasonar við ljóð Laxness.

Kammerkór Norðurlands var stofnaður á haustdögum 1998. Í kórnum er tónlistarfólk víðs vegar að af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri í austri til Sauðárkróks í vestri. Á undanförnum árum hefur kórinn einbeitt sér að flutningi íslenskra tónverka og meðal annars frumflutt nokkur slík, sem sum hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn af tónskáldum á borð við Snorra Sigfús Birgisson, Báru Grímsdóttur, Hauk Tómasson og Hildigunni Rúnarsdóttur. Guðmundur Óli Gunnarsson er stjórnandi kórsins.

Til baka