Leiklistarskóli LA
Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður upp á markvisst nám í leiklist fyrir börn í 2.-10. bekk grunnskólanna.
Skráning hér!
Markmið skólans er að þjálfa nemendur í grunnatriðum leiklistar auk þess að þau kynnist sjálfum sér betur, mannlegu eðli og samfélaginu. Þar að auki læra þau aga, umburðarlyndi og tillitssemi í gegnum hópavinnu sem snýr að sameiginlegu markmiði þátttakenda. Þá verður sérstaklega unnið að því að bæta sjálfsöryggi þeirra og finna styrkleika hvers nemanda.
Einkunnarorð skólans eru: Leikgleði – Sköpun – Samvinna.
Í ár verða fjórar deildir við skólann – Fornám, Grunndeild, Miðdeild og Unglingadeild. Frekari upplýsingar um deildirnar og áherslur þeirra má finna hér fyrir neðan auk mikilvægra dagsetninga.
Skólaárið skiptist í tvær 12 vikna annir, haustönn og vorönn. Á fyrri önn er lögð áhersla á að styrkja undirstöður í leiklist hjá nemendum og seinni önn fer í að æfa fyrir lokadag eða lokasýningu deildarinnar. Í ár verða unnin verk með forskrifuðum handritum og verður áherslan á karaktersköpun, textameðferð og tjáningu.
Haustönn 2024 hefst 9. september og lýkur 6. desember. Lokatímar fyrir áramót verða opnir fyrir aðstandendur.
Vorönn 2025 hefst 13. janúar og lýkur 11. apríl fyrir Fornám og Grunndeild en 10. maí fyrir Miðdeild og Unglingadeild.
Kennsla fer fram Undirheimum sem er kennslurými okkar í kjallaranum á Hofi.
Við hlökkum til að hitta fyrrum og nýja nemendur við nýtt upphaf Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
Ef einhverjar spurningar eru má senda póst á lla@mak.is
Skólastjóri Leiklistarskólans er Jenný Lára Arnórsdóttir.
Mögulegt er að hópum verði fjölgað eða þeir sameinaðir eftir fjölda umsókna.
FORNÁM – einbeiting og opnun
Fyrir börn fædd 2016-2017
Kennsla miðar að því að kynna nemendum fyrir grunnatriðum leiklistar sem eru einbeiting, rýmisvitund, ímynduraflið, sköpun, samvinna og sjálfið. Kennsla fer fram í formi leikja og æfinga. Unnið verður með forskrifað handrit Í lok vorannar verður foreldrum boðið að sjá stutt leikverk í kennslurými. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Fornám hópur A – mánudagar kl. 15:00-16:00
Fornám hópur B – þriðjudagar kl. 15:00-16:00
Kennari verður Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir.
Skólagjöld: 51.000 kr. fyrir önnina.
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
GRUNNDEILD – Grunnur að líkama og rödd
Fyrir börn fædd 2014-2015
Kennsla miðar að því að kynna nemendum fyrir mikilvægi raddar og líkama í leikhúsvinnu og grunnatriðum í beytingu þeirra þátta. Þar að auki verður áfram unnið með einbeitingu, rýmisvitund, ímynduraflið, samvinnu og sjálfið. Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga og samtals. Unnið verður með forskrifað handrit. Í lok vorannar verður foreldrum boðið að sjá stuttar senur úr þekktum verkum barnaleikbókmenntanna í kennslurými. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Grunndeild hópur A – miðvikudagar kl. 15:00-16:00
Grunndeild hópur B – fimmtudagar kl. 15:00-16:00
Kennari verður Margrét Sverrisdóttir.
Skólagjöld: 57.000 kr. fyrir önnina.
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
MIÐDEILD – Líkaminn og röddin í frásagnarforminu
Fyrir börn fædd 2012-2013
Kennsla miðar að því að auka þekkingu nemenda á líkama og röddinni, samvinnu, auk þess sem byrjað verður að skoða og læra um frásagnarform leikhússins (grunnþætti leikverks – upphaf-miðja-endir, framvinda, innihald, persónur). Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga, verkefna og samtals. Unnið verður með forskrifað handrit. Í lok vorannar verður sýning á sviði Samkomuhússins með lágmarks umgjörð. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Miðdeild hópur A – mánudagar kl. 16:30-18:00
Miðdeild hópur B – þriðjudagar kl. 16:30-18:00
Kennari á haustönn verður Sindri Swan
Skólagjöld: 66.000 kr. fyrir önnina.
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.
UNGLINGADEILD – Grunntækni leiklistar og notkun hennar í persónusköpun og frásögn.
Fyrir unglinga fædda 2009-2011
Einföld heimavinna verður sett fyrir til að brúa bilið á milli tíma. Það á ekki einungis við um handritsvinnu heldur einnig efni tengt tímanum sem þau voru í síðast.
Kennsla miðar að því að þjálfa nemendur í persónusköpun, frásagnarformum, að nota líkama og rödd, að þjálfa gagnrýna hugsun, sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu. Kennsla fer fram í formi leikja, æfinga, verkefna og samtals. Unnið verður með forskrifað handrit. Í lok vorannar verður sýning á sviði Samkomuhússins með búningum og leikmunum, ljósum og hljóðmynd. Nánari upplýsingar um námið má finna í Kennsluskrá hér til hliðar.
Unglingadeild hópur A – miðvikudagar kl. 16:20-18:20
Unglingadeild hópur B – föstudagar kl. 16:20-18:20
Kennari verður Jenný Lára Arnórsdóttir.
Skólagjöld: 72.000 kr. fyrir önnina.
Hægt er að nota frístundarstyrk sem hluta af greiðslu.
Boðið er upp á 10% systkinaáfslátt í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.