SN - Danirnir koma
Á tónleikum fáum við liðsauka frá Danmörku, 40 ungir hljóðfæraleikarar frá tveimur tónlistarskólum á Kaupmannahafnarsvæðinu sem koma í heimsókn og sameinast hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitarinnar og nemendum Tónlistarskólans á Akureyri.
Á efnisskránni verður Sinfónía nr. 2 eftir J. Brahms, Svíta fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Christian Sinding og Finlandia eftir Jean Sibelius.
Einleikari á fiðlu er norskur fiðluleikari Bård Monsen. Einnig mun Karlakór Akureyrar Geysir syngja með hljómsveitinni.
Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Tónleikarnir verða síðan endurteknir í Langholtskirkju í Reykjavík sunnudaginn 15. maí kl. 18:00.
Miðasala er hafin í Hofi og í KAUPA MIÐA flipanum hér að neðan.
Sérstakt forsölutilboð til 12. maí nk. miðaverð 2.000 kr. Eftir það er miðaverðið 2.500 kr.
Miðaverð fyrir 16 ára og yngri 1.000 kr (einungis bókanlegt í miðasölu Hofs).