Djúpilækur og Fagriskógur
17.02.2011
Tónlistin við ljóð Kristjáns og Davíðs er margvísleg enda tónskáldin af ólíkum toga: Ljóðaflokkur Atla
Heimis um Sólon Íslandus þar sem heyra má m.a. Kvæðið um fuglana, Máríá, mild og há og Í dag skein sól Páls
Ísólfssonar, Svefnljóð eftir Birgi Helgason við ljóð Kristjáns og sömuleiðis lagið "H"-LJóð sem ort var í tilefni
þess þegar skipt var yfir í hægri umferð á sínum tíma. Og áfram úr Eyjafirði Saknaðarljóð Pílu Pínu
eftir Heiðdísi Norðfjörð, Una Garðars Karlssonar, Að skýjabaki eftir Jóhann Ó. Haraldsson og að lokum verður horft fram af Hamraborginni,
einu helsta vígi norðlenskra tenóra.