Fara í efni

Margrét Eir í Chicago

Leik- og söngkonan Margrét Eir hefur bæst í hóp þeirra sem taka þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á söngleiknum Chicago en Margrét Eir mun leika fangavörðinn Mama Morton.

„Þetta er hlutverk sem ég hef beðið eftir að takast á við lengi. Ég hef séð Chicago mjög oft og þessi kona er algjör díva, fangelsið er hennar og hún getur verið bæði fyndin og hættuleg. Það eru margar frábærar leik- og söngkonur sem hafa tekist á við þetta hlutverk og ég ætla mér að fara með þetta upp á næsta stig,“ segi Margrét Eir.

Margrét Eir hefur starfað með helstu tónlistarmönnum landsins og tekið þátt í uppfærslum hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, til að mynda í söngleiknum Óliver.

„Það er alltaf frábært að leika á Akureyri. Samkomuhúsið er svo magnað og skapar strax magnaða stemningu.“

Söngleikurinn Chicago verður frumsýndur í janúar 2023. Þegar er komið í ljós að Jóhanna Guðrún mun leika Velmu og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir Roxý.

Miðasala er í fullum gangi á www.mak.is  en forsölutilboð er enn í gildi.

Til baka