Frostrósir 2010
Fram koma flestir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, allt listamenn á heimsmælikvarða: Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson.
Þeim til halds og trausts verða félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa undir stjórn Árna Harðarsonar, Karlakór Akureyrar – Geysir, Kór Menntaskólans á Akureyri, Skólakór Hrafnagilsskóla og félagar úr Íslenska gospelkórnum. Tónlistarstjóri Frostrósa er sem fyrr Karl O. Olgeirsson.
"Einstakt Frostrósakvöld ... frábærir tónleikar"
Mbl
"Frábærir tónleikar þar sem ekkert var til sparað ... Ég held að allir sem lögðu leið sína í Höllina hafi
fengið jólin beint í æð"
DV
Vinsælasti tónlistarviðburður á Íslandi slær öll met. Það seldist upp á ferna tónleika á u.þ.b. klukkustund og hefur því verið bætt við aukatónleikum laugardaginn 18. desember kl. 20 og 23.
Miðaverð: 7.990.