Fara í efni

Frostrósir koma með jólin

Garðar Thór og Jóhann Friðgeir verða eins og jó-jó á milli Reykjavík og Akureyrar

„Það hefur kostað heilmikla útsjónarsemi að finna leiðir til að bæta við tónleikum fyrir norðan. Það verður mikið álag á listafólki sem sumt hvert kemur einnig fram á tónleikunum Frostrósir klassík sem er endapunkturinn á tónleikaröðinni í ár. Garðar Thór og Jóhann Friðgeir verða að geta sótt æfingar í Háskólabíói fyrir klassísku tónleikana dagana fyrir og sama dag og aukatónleikarnir verða á Akureyri. Við skulum vona að það fari vel um þá í fluginu en þeir verða nánast eins og jó-jó á milli” segir Samúel Kristjánsson skapari og forsvarsmaður Frostrósa.

Fjöldi Íslendinga sækir sér jólaskapið á Frostrósatónleikana ár eftir ár og á síðasta ári voru tónleikagestir ríflega 22 þúsund. Glæsileg umgjörð og einstakur hátíðleiki þeirra hefur skapað sér sess sem ómissandi liður í aðdraganda jólahátíðarinnar. Þetta er níunda árið í röð sem Frostrósartónleikarnir eru haldnir.

Til baka