Fara í efni

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands

Hafliði Hallgrímsson er fæddur á Akureyri og hóf þar sitt tónlistarnám á selló. Hann var leiðandi sellóleikari Skosku kammersveitarinnar um árabil en frá árinu 1983 hefur hann að mestu helgað sig tónsmíðum. Hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín bæði hér heima og erlendis, meðal annar hlaut hann Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986.

Víkingur Heiðar Ólafsson lauk námi við Juilliard skólann í New York vorið 2008. Hann hefur síðan þá fengist við margvísleg verkefni í tónlist, ferðast sem einleikari og kammermúsíkant, umritað íslensk sönglög fyrir einleikspíanó, haldið meistaranámskeið og komið fram með tónlistarmönnum á borð við Martin Fröst og Björk. Víkingur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn m.a. tvívegis Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins (2006) og Bjartasta vonin (2004), konsertverðlaun Juilliard skólans árið 2008, Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009. Víkingur var yngsti flytjandinn í hópi þeirra sem tilnefndir voru til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs  árið 2009.

Uppselt er á tónleikana.

 

 

Til baka