Fara í efni

Sniglabandið í góðu skapi í Hofi

Björgvin Ploder þarf að hafa öryggisbúnaðinn i lagi. Það er ekki nóg að hafa heyrnarhlífar, heldur þ…
Björgvin Ploder þarf að hafa öryggisbúnaðinn i lagi. Það er ekki nóg að hafa heyrnarhlífar, heldur þarf hann að íklæðast sprengjuheldu vesti. Það er Valash í glasinu.

Sniglabandið býður gestum í sal og hlustendum að velja óskalög og reynir að verða við öllum óskum á þann hátt sem þeim einum er lagið. Þeir kumpánar munu fá til sín marga góða gesti í þáttinn, m.a. söngvarann og gleðigjafann Óskar Pétursson og tónlistarkamelljónin sem skipa Hund í óskilum. Boðið verður upp á afar sérstæða draumráðningaþjónustu og háð verður nýstárleg söngvarakeppni.

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Til baka