Í minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar
Í MINNINGU VILHJÁLMS VILHJÁLMSSONAR
Friðrik Ómar stóð fyrir uppsetningu þessa tónleika í Salnum í Kópavogi í lok mars 2008. Alls voru haldnir sex tónleikar en hætta þurfti fyrir fullu húsi þar sem Friðrik var í fullum undirbúningi fyrir þátttöku sína í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva það árið. Tónleikarnir voru hljóðritaðir og gefnir út á geisladisk sama ár. Nú tveimur árum síðar hefur var ákveðið að flytja sömu dagskrá í nýju og glæsilegu menningarhúsi Akureyringa, Hofi. Flutt verða öll vinsælustu lög Vilhjálms af glæsilegu listafólki en kynnir og sögumaður verður Ómar Ragnarsson, vinur Vilhjálms.
Ásamt Friðriki kemur fram hljómsveit sem skipuð er eftirtöldum:
Gulli Briem - trommur
Halldór G. Hauksson - slagverk
Jóhann Ásmundsson - bassi
Pétur Valgarð Pétursson - gítar
Kristján Grétarsson - gítar
Kjartan Valdemarsson - píanó
Þórir Úlfarsson - hljómborð
Greta Salóme - fiðla
Alma Rut - raddir
Erna Hrönn - raddir
Regína Ósk - raddir
Guðrún Gunnarsdóttir - gestasöngkona