Íslensk hönnun í Hofi
Reynir Sýrusson, hönnuður er höfundur húsgagnanna. Við hönnunina
hafði hann að leiðarljósi að hlutirnir féllu vel að umhverfinu, en væru jafnframt sjálfstæðir og gætu notið
sín þannig. Hann segir að finna megi ákveðna tengingu á milli sumra húsgagnanna og hússins. Sem dæmi nefnir Reynir kaffiborðin og
standborðin; á hvoru tveggja eru þrír fætur með óreglulegu millibili. Hugsunin á bak við það var að það myndi kallast
á við stuðlabergið sem einkennir Hof, meðal annars klæðningu þess að utan.
Reynir stendur á bak við hönnunarfyrirtækið Syrusson sem hann stofnaði fyrir tíu árum.
Það hefur getið sér afar gott orð hér á landi fyrir vandaða og frumlega hönnun húsgagna. Á meðal annarra verkefna sem Reynir hefur
tekið að sér og fólu í sér heildstæða hönnun fyrir viðskiptavininn líkt og í tilviki Hofs má nefna CCP,
Guðríðarkirkju, Hellisheiðarvirkjun, Matís og skrifstofur Kennarasambands Íslands.