Miðasala hafin á tónleika til heiðurs Elly Vilhjálms
Á afmælisdeginum í desember hélt Guðrún tvenna tónleika í Salnum í Kópavogi af þessu tilefni og aðra í janúar og nú er komið að því að bjóða Norðlendingum til sömu veislu. Guðrún gaf út plötu árið 2003 með upptöku af tónleikunum „Óður til Ellyjar“ og hlaut sú útgáfa Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta platan í flokknum „Ýmis tónlist“ það árið.
Eftir fjölda uppselda „Óður til Ellyjar“ tónleika í Salnum veturinn 2003 ferðaðist Guðrún ásamt hljómsveitinni um landsbyggðina og fluttu þau lögin hennar Ellyjar við fádæma góðar viðtökur.
Það gefst því einstakt tækifæri í Hofi þann 5.mars að heyra lögin hennar Ellyjar flutt af Guðrúnu Gunnars og hljómsveit, en hana skipa ;
Agnar Már Magnússon - píanó
Sigurður Flosason - saxófónar og slagverk
Birgir Bragason - bassi
Hannes Friðbjarnarson – trommur
Sérstakir gestir á tónleikunum verða söngvarinn Ragnar Bjarnason og söngkonan Berglind Björk.
Tónleikarnir hefjast kl 20
Miðaverð: 3900 kr.