Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna
11.03.2014
Laugardaginn 15. mars verður uppskeruhátíð tónlistarskólanna haldin í Hofi með tvennum tónleikum klukkan 12:30 og 14.00.
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna eru svæðisbundnir tónleikar og eru tónleikarnir í Hofi fyrir norður- og austurland. Á tónleikunum koma fram nemendur frá 17 tónlistarskólum á norður- og austurlandi. Valdnefnd velur síðan atriði af öllum svæðum sem koma fram á lokahátíð Nótunnar sem verður í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!