Nú stendur mikið til ..
Miðasala hefst í dag kl. 11 á tvenna tónleika sem eru löngu búnir að festa sig í sessi sem órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum.
Baggalútur
Baggalútur mætir með fjölskipaða hljómsveit í Hof og færir Norðlendingum smjörþef jólanna, enn eina ferðina. Leikin verða
hugheil jóla- og aðventulög af efnisskrá sveitarinnar ásamt öðru stórhátíðarefni, sem ætti að höfða jafnt til
jólabarna, aðventuunnenda og nýársfíkla.
Nánar hér
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían
Hinn ástsæli söngvari Sigurður Guðmundsson og félagar hans úr Memfismafíunni mæta sjóðheitir í Hof, beina leið frá
Kúbu með ný suðræn lög úr karabíska hafinu í farteskinu, sem leikin verða í bland við jólalög og ýmislegt
annað góðgæti úr smiðju mafíunnar.
Nánar hér
Mðasala og nánari upplýsingar um tónleikana eru í miðasölu Hofs, s. 450 1000 og www.menningarhus.is