Fara í efni

Nýr útvarpsþáttur með þátttöku gesta úr sal

Það verða frábærir listamenn sem koma í heimsókn í Gestum út um allt.  Í fyrsta þættinum eru það stórstjörnurnar Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Kristinn Jónsson eða Kiddi Hjálmur sem munu skemmta hlustendum með söng og óvæntum uppákomum.

Meðal dagskrárliða eru framhaldssagan Draumur Dalastúlkunnar, leikurinn Hvað kemur næst? þar sem gestir í sal fá að spreyta sig, leiknar auglýsingar, Húsráð Frú Blöndal og tónlist í öllum regnbogans litum Það verður sungið og trallað, leikið og spjallað.

Gestir út um allt, síðasta sunnudag í mánuði frá 13-15 í beinni útsendingu frá Hofi á Rás 2.

Til baka