Pörupiltar standa upp
Uppistandið sem sló í gegn í Þjóðleikhúskjallaranum verður nú sýnt á Akureyri - aðeins eitt sýningarkvöld
nk. laugardag í Menningarhúsinu Hofi.
“ÉG HLÓ SVO MIKIÐ AÐ ÉG VAR HÁS DAGINN EFTIR" H.A.H. Listpóstinum.
Þeir redduðu sér einhvern veginn fari norður- Pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson og munu standa upp í Hofi 22. september kl. 20.00.
Í fyrra gerðu þeir allt vitlaust í Þjóðleikhúskjallaranum og urðu að standa upp aftur og aftur...
Pörupiltar eru leikkonurnar Alexía Björg Jóhannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir og María Pálsdóttir. Þær voru
ásamt Viggó og Víólettu með sýninguna UPPNÁM sem sýnd var sl. vetur fyrir fullu húsi í
Þjóðleikhúskjallaranum. Nú halda þær norður með uppistandið HOMO ERECTUS og verða með eina sýningu í
Menningarhúsinu Hofi þann 22. sept. n.k. Það verða leynigestir sem mæta á svið með strákunum - um 30 manna hópur
norðlenskra leynigesta! Pörupiltar leika á allan tilfinningaskalann, en þeirra uppáhaldsumræðuefni, fyrir utan lífið og listina, eru
konur.
Þeir munu ræða opinskátt um konur, vandamál þeirra, samskipti kynjanna og deila með áhorfendum heimspekilegum hugsunum sínum um lífið
og tilveruna.
"ÆTLAÐI MIG LIFANDI AÐ DREPA ÚR HLÁTRI" S.A. TMM
"FRÁBÆR SKEMMTUN Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM" E.B. FRÉTTABLAÐIÐ.
"SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, ALEXÍA BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR OG MARÍA PÁLSDÓTTIR LÉKU KARLANGANA OG RÚLLUÐU UPP SALNUM
MEÐ FRAMMISTÖÐU SINNI. " E.B. Fréttablaðið.
Miðasala www.menningarhus.is og í síma: 4501000.