Fara í efni

Sjómannadagurinn í Hofi

Eins og alla sunnudaga er brunch á veitingastaðnum 1862 Nordic bistro frá kl. 11 til 14 og ætla veitingamennirnir að vera í sérstöku sjóaraskapi þennan sunnudaginn. Á hlaðborðinu verður m.a. matarmikil fiskisúpa, purusteik, bacon, egg, brauð álegg, ávextir, kaffi, ávaxtasafi og fleira þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Verð 2.250 kr.
6-12 ára 1.100 kr.
0-5 ára frítt

Seinni partinn verður svo tilboð á kaffi og kökusneið dagsins á 890 kr. Nánari upplýsingar og borðapantanir hér.

Önnur skemmtileg dagskrá í Hofi:

  • Félagar úr Stórsveit félags harmonikkuunnenda við Eyjafjörð þenja nikkuna í Hamragili á milli kl. 15 til 17
  • Ljósmyndasýning: neðansjávarljósmyndir eftir Erlend Guðmundsson og Gísla A. Guðmundsson – sýningin verður alla helgina
  • Þór og KA keppa í sjómanni og gestir og gangandi fá að spreyta sig undir leiðsögn reyndra kraftakarla
  • Tekið verður á móti kappróðrarliðum á veröndinni hjá 1862 Nordic Bistro sunnan við Hof

Nánari upplýsingar um dagskrá sjómannadagshelgarinnar má nálgast á vefsíðu Akureyrarstofu.

Til baka