Fara í efni

Skapandi sumarstörf í Hofi

Krakkarnir eru allir í tónlistarnámi á veturna og fá með þessu tækifæri og aðhald til þess að halda áfram æfingum og tónlistarnámi sínu yfir sumarið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tónlistarvinnuskólinn er starfræktur en ef vel tekst til fær hann vonandi að starfa yfir sumartímann um ókomin ár. Ekki einungis fer þar fram „venjubundið“ tónlistarnám heldur er einnig lögð áhersla á að efla tónsköpun og frumkvæði nemenda.

 Fyrsta vikan hefur farið einstaklega vel af stað og hafa krakkarnir staðið sig frábærlega! Starfsemi skólans mun svo lita bæjarlífið á Akureyri næstu mánuði þar sem stefnt er að því að nemendur komi fram víðsvegar um bæinn. Þeir  heimsækja til dæmis íbúa dvalarheimila, leika fyrir gesti og gangandi í miðbæ Akureyrar og í Hofi og skemmta leikskólakrökkum svo fátt eitt sé nefnt.

 Um framkvæmd sér Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðluleikari. Auk Láru koma margir ólíkir kennarar að kennslu í skólanum, þar á meðal eru Kristín Þóra Haraldsdóttir, tónlistarmaður, Sæunn Þorsteinsdóttir, sellóleikari og Jana María Guðmundsdóttir, leik- og söngkona.

Til baka