Fara í efni

Stórtónleikar SN á skírdag

SN hefur á þessum tónleikum fengið til liðs við sig hljóðfæraleikara úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, unglingalandslið okkar í hljómsveitarleik.

Á tónleikunum verður m.a. fluttur 1812 forleikurinn eftir Tchaikovsky. Verkið sem er skrifað fyrir sinfóníuhljómsveit, kirkjuklukkur og 16 fallbyssur samdi Tchaikovsky til að minnast árásar Napóleons á Moskvu árið 1812 og sigur Rússa á her Napóleons. Þennan forleik ætlar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands að flytja á tónleikum með 16 fallbyssum á sviðinu í Hofi. Fáum við sérlega sprengjusérfræðinga til liðs við okkur og slagverksleikara með stáltaugar til að sinna verkinu þegar á hólminn er komið. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er flutt með þessum hætti á Íslandi. Forleikurinn var frumfluttur árið 1880 og inniheldur hann stef úr mörgum þekktum lögum sem tengjast franskri og rússneskri sögu.

Miðasala er hafin og nú er að tryggja sér miða í tíma á einstakan viðburð!     

Forsölutilboði lýkur 18. apríl. Miðaverð: 2.800. Vinsamlegast athugið að forsölutilboðið birtist í þriðja skrefi í kaupferlinu.                                                                                 

Til baka