Rocky Horror
Rocky Horror er sett upp í samstarfi við Flugfélag Íslands og Valitor.
Í nýrri og glæsilegri uppfærslu LA koma fram margir af bestu söngvurum og leikurum landsins ásamt mögnuðum Geimverukór og Rocky Horror-bandinu.
Í Rocky Horror segir frá tveimur þægum og prúðum unglingum, þeim Brad og Janet sem verða fyrir því óláni að bíllinn þeirra bilar úti á þjóðvegi. Eina húsið í nágrenninu er kastali Dr. Frankenstein. Húsbóndi kastalans reynist vera Dr. Frank N Furter sem kemur frá plánetunni Transilvaníu.
Dr. Frank N Furter er á kafi í vísindatilraun, er að búa til hinn fullkomna mann; Rocky. Í stað þess að fá hjálp við að gera við bílinn endar hið unga siðsama par innilokað í vægast sagt undarlegu og stórhættulegu ævintýri. Rocky Horror er söngleikur sem fólk um allan heim dáir og elskar. LA er stolt af að sýna loksins þetta frábæra verk þar sem fram koma margir af bestu söngvurum og leikurum landsins.
Richard O’Brien skrifaði The Rocky Horror Show árið 1973 og verkið var frumsýnt 19. júní sama ár í London. Sýningin gekk í langan tíma og hefur verið sett upp víða um heim allar götur síðan og alltaf notið mikillar hylli. Árið 1975 var svo gerð kvikmynd eftir söngleiknum; The Rocky Horror Picture Show.
Geimverur! Litadýrð! Drag!
Rokk og Ról!
Leikstjóri sýningar LA árið 2010 er Jón Gunnar Þórðarson tónlistarstjóri Andrea
Gylfadóttir
Frank N Furter: Magnús Jónsson
Riff Raff: Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Magenta: Bryndís Ásmundsdóttir
Kolumbía: Andrea
Gylfadóttir
Brad: Atli Þór Albertsson
Janet: Jana María Guðmundsdóttir
Sögumaður og Dr. Scott: Guðmundur Ólafsson
Rocky: Hjalti Rúnar Jónsson
Eddie: Matthías Matthíasson
Hljómsveitina skipa: Hallgrímur J. Ingvarsson, Halldór Gunnlaugur Hauksson, Stefán Daði Ingólfsson, Árni Heiðar Karlsson