The Wall
05.02.2011
The Wall sem kom á plötu árið 1979, er uppvaxtarsaga drengs í Englandi á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Drengurinn glímir við margþætt vandamál svo sem föðurmissi, ofverndandi móður og íhaldssamt skólakerfi. Honum hlotnast síðan frami i tónlist en eiturlyfjanotkun og draugar úr fortíðinni verða til þess að hann einangrar sig frá umhverfinu og byggir ímyndaðan vegg í kringum sig til þess að forðast raunveruleikann.
Hljómsveitina Dúndurfréttir skipa þeir Matthías Matthíasson, Einar Þór Jóhannsson, Ingimundur Óskarsson, Ólafur Hólm, Pétur Örn Guðmundsson og Haraldur Vignir Sveinbjörnsson. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson.
Tónleikar kl. 20:00 - UPPSELT
Aukatónleikar kl. 23:00 - UPPSELT
Miðaverð á tónleikana er: 3.900 kr.