Kóramót verður haldið í Menningarhúsinu Hofi
27.04.2010
Til mótsins hefur á milli 20-30 kórum af öllum stærðum og gerðum verið boðið. Hugmyndin að kóramótinu er að gefa sem flestum kórum af svæðinu tækifæri til að reyna nýja 500 manna salinn, Hamraborg, til að fagna þessum vettvangi sem þar hefur skapast fyrir tónleikahald. Skemmst er frá því að segja að boðinu hefur verið mjög vel tekið og enn hefur engin kór neitað sem óneitanlega gleður okkur sem vinnum í opnun hússins mjög.
Nánari timasetningar á dagskránni ráðast af þátttöku en ef fram fer sem horfir verður dagskráin skipulögð frá morgni til kvölds og þá verður gaman í Hofi