Fara í efni

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens í Hofi

Líkt og margar aðrar hefðir í þjóðfélaginu eru Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens orðnir ómissandi liður í undirbúningi jólanna. Bubbi kemur í Hof fyrir jólin líkt og í fyrra.

Miðasala á tónleikana hefst á morgun 28. september kl. 10.

Í tæp 30  ár hefur Bubbi haldið þessari hefð sinni á Þorláksmessunni, lengst af á Hótel Borg, þar á eftir í nokkur ár í hinu fallna skemmtanaveldi NASA  við Austurvöll og nokkur undanfarin ár í  Háskólabíói . Hefur Bubbi haldið þessa hefð lengur en nokkur annar tónlistarmaður á Íslandi.

Engum blöðum er um það að fletta að Bubbi á sér fastan sess hjá þjóðinni og margir sem líta á Þorláksmessutónleika hans sem hluta af sínum jólaundirbúningi, annað hvort með að mæta á tónleikana eða hlusta á þá í útvarpi á meðan hugað er að jólahaldinu heima fyrir.

Tónleikarnir í Hofi verða með sama sniði og hinir venjubundnu Þorláksmessutónleikar sunnan heiða. 

Nánari upplýsingar í miðasölu Hofs s. 450 1000 og hér.

Til baka