Tilnefningar til Grímuverðlaunanna 2011
07.06.2011
Alls komu 80 leiklistarverkefni til álita til Grímunnar í ár sem voru skoðuð af fagnefndum Grímunnar með verðlaunin eftirsóttu í huga. Þar af voru 20 danssýningar, 11 barnasýningar og 7 útvarpsverk. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn, tæknifólk og starfsfólk leikhúsanna.
Grímuhátíðin sjálf, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans árið 2011, verður svo haldin í níunda sinn í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn 16. júní og í beinni útsendingu á Stöð 2. Á hátíðinni verða jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands veitt þeim sviðslistamanni er þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista.