Fara í efni

Trio Scandia - tvær flautur og píanó

Öll hafa þau lokið masters- og/eða bachelor gráðum í sínu fagi eftir nám í Frakklandi, Hollandi og Noregi. Á efnisskrá tónleikanna verður víða komið við og gefur m.a. að heyra tríósónötu eftir J. S. Bach, íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar, Rómönsu eftir Saint-Saëns, Petite Suite eftir Debussy, nýtt verk eftir ungt norskt tónskáld, Pia Møller Johansen, flautusónötu eftir bandaríska tónskáldið Robert Muczynski og Rigoletto Fantasíu eftir Doppler bræðurna. Það er því óhætt að lofa fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum!

Tónleikarnir í Hofi eru fyrstu tónleikarnir á tónleikaferðalagi tríósins um Ísland, en tríóið hefur á undanförnum vikum haldið tónleika í Hamar, Moss og Osló í Noregi. Tónleikaferðin er styrkt af Norsk kulturråd.

Trio Scandia is an Icelandic/ Norwegian trio, located in Oslo. They are touring Iceland and Norway this summer with beautiful summer music for two flutes and piano. Among others they perform Bach's trio sonata, an arrangement of Debussy's famous orchestral suite 'Petite Suite', Icelandic folksongs, a jazzy sonata by the American composer Robert Muzcynski and a fantasy on well known themes from Rigoletto!

Til baka