Fara í efni

Uppáhaldslög Hymnodiu

Hver kórfélagi valdi sitt uppáhaldslag frá eldri tónleikaefnsskrám kórsins. Kórinn var stofnaður árið 2003 og hefur haldið tugi tónleika með afar ólíkum efnisskrám. Það er því hægt að lofa fjölbreyttri efnisskrá á fimmtudaginn.

M.a. verður flutt tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Hlöðver Áskelsson, Heinrich Isaac, T.L da Victoria, Edvard Grieg, Eric Whitacre og Thomas Jennefeldt.

Arna Valsdóttir sýnir videoverk á tónleikunum.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. og er aðgangur ókeypis fyrir 16 ára og yngri.

 

 

Til baka