VERÐANDI í allt sumar
Listviðburðaröð VERÐANDI heldur áfram í sumar!
Fimmtudaginn 1. júlí er komið að Eden Sekulovic og Þóru Kristínu Gunnarsdóttur að leika sónötur fyrir selló og píanó eftir Ludwig van Beethoven und Fazil Say á viðburðinum Gamlir og nýir tímar – Sónötur fyrir selló og píanó. Þriðja sónata Beethoven fyrir selló og píanó er sú fyrsta þar sem báðum hljóðfærum er gert jafn hátt undir höfði, en áður var píanóið í aðalhlutverki. Þar af leiðandi skapast sérstaklega skemmtilegt samspil og Beethoven tekst meistaralega að útfæra það þannig að þessi ólíku hljóðfæri nái bæði njóta sín sem best án þess að skyggja á hvort annað. Tónlistin er full af gleði og orku, þó auðvitað skiptist á skin og skúrir eins og tónskáldinu einu er lagið.
Dansverkið Tveir vinstri fætur? fer fram 5. ágúst klukkan 18 en þá verður hinum ýmsu hugmyndum fólks um dans velt upp. Listrænir stjórnendur, danshöfundar og dansarar verksins eru Arna Sif og Ólöf Ósk Þorgeirsdætur. Einnig dansa Birta Ósk Þórólfsdóttir og Sunneva Kjartansdóttir í verkinu.
Sama dag klukkan 20 leikur flygladúóið Sóley verk frá mismunandi tímabilum tónlistarsögunnar, sem veita innsýn í hinn margbrotna tónheim tveggja flygla. Á tónleikunum, Töfrandi heimur flyglanna, verða glæný íslensk verk frumflutt sem samin eru sérstaklega fyrir dúóið. Auk þeirra munu hljóma verk eftir Händel, Mozart, Ravel, Piazzolla og Shostakovich. Sannkölluð flyglaveisla þar sem stíll hvers tímabils skín í gegn og möguleikar flyglanna nýttir til hins ýtrasta. Það eru þær Laufey S Haraldsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir sem skipa Flygladúóið Sóley.
Þann 12. ágúst er komið að Sönglögum Sigfúsar Halldórssonar. Frægustu lögin hans Sigfúsar verða spiluð eins og Litla flugan, Lítill fugl, Vegir liggja til allra átta og Íslenskt ástarljóð. Söngkona er Guðný Ósk Karlsdóttir en þetta eru tónleikar sem ættu að vekja upp gamlar og góðar minningar.
Ljónagryfjan verður í Hofi 19. ágúst. Það eru öll velkomin í ljónagryfjuna til að uppgötvað rándýrið í sjálfum sér á trylltum tónleikum þar sem villidýr fá að leika lausum hala.
Fram koma Drengurinnfengurinn, Madonna + Child og Atli Viðar Engilbertsson.
Söngleikurinn Fimm ár er loka viðburðurinn á listviðburðaröðinni. Söngleikurinn er eftir Jason Robert Brown og er vel þekktur á West End og Broadway og af söngleikja aðdáendum út um allan heim. Einstök leikhúsupplifun sem leikhús- og tónlistaraðdáendur ættu ekki að láta framhjá sér fara. Leikarar eru Rúnar Kristinn Rúnarsson og Viktoría Sigurðardóttir. Fimm ár fer fram í Svarta kassanum í Hofi fimmtudaginn 2. september.