Þátttökugjald í danstíma - 7.490 kr.
Áhorf á danstíma - 3.490 kr.
Risa Lyrical danstími með Elmu við lagið „Einhver“ með Diljá Pétursdóttur.
Opið dönsurum á öllum aldri og getustigum. Gott að vera með einhvern grunn í dansi, en ekki nauðsynlegt.
Tíminn verður kenndur á stigi fyrir dansara með danstæknigrunn. Elma leiðir ykkur í gegnum upphitun, kennir ykkur flotta lyrical rútínu við lagið Einhver og tíminn endar svo á því að dansa rútínuna og Diljá syngur live með. Hægt er að koma í danstímann og dansa með en einnig er í boði að kaupa áhorfendamiða og fylgjast með og njóta. Elma Rún Kristinsdóttir er dansari og danshöfundur sem hefur unnið fjölmarga heimsmeistaratitla og á að baki allskyns reynslu á sviði, m.a. í Chicago hjá Leikfélagi Akureyrar. Diljá Pétursdóttir keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision 2023 og hefur síðan þá vakið mikla athygli enda frábær listakona. Lagið sem við ætlum að dansa við er einmitt nýjasti smellurinn hennar.