Fara í efni
Þetta er í fyrsta skipti sem Páll Óskar heldur dansleik í Hofi á Akureyri. Hvergi verður slegið af í glamúr og glæsileika til að gera þetta fyrsta Pallaball í Hofi að stórkostlegri upplifun. Mætið í glamúr-dressinu og reddið pössun. 22 ára aldurstakmark.
Dags
05 .ágú '18
06 .ágú '18

Þetta er í fyrsta skipti sem Páll Óskar heldur dansleik í Hofi á Akureyri.  Hvergi verður slegið af í glamúr og glæsileika til að gera þetta fyrsta Pallaball í Hofi að stórkostlegri upplifun. 

Palli keyrir ballið pásulaust alla nóttina og þeytir allri bestu partítónlist veraldar auk þess sem hann syngur öll sín bestu lög, þar á meðal Stanslaust Stuð, Einn dans, La Dolce Vita, Allt fyrir ástina, International, Betra Líf, Ég er eins og ég er, Þú komst við hjartað í mér og Gordjöss.

Ballgestir geta kosið að vera á dúndrandi dansgólfinu, en einnig verður boðið upp á mun rólegra rými með borðum og stólum fyrir þá sem þurfa að fara á trúnó. 

Rýmið sem notað verður fyrir ballið leyfir aðeins ákveðinn fjölda fólks, svo það borgar sig að versla miðana í forsölu.
Miði á Pallaball er gulltrygging fyrir góðri skemmtun, enda besti skemmtikraftur Íslands. 

Mætið í glamúr-dressinu og reddið pössun.
22 ára aldurstakmark.   

www.palloskar.is