Fara í efni
Verðandi
Dags Tími
08 .sep 16:00
Verð: 3.990 kr.

Óperusöngkonan Anastasiia syngur lög úr nokkrum af frægustu óperum samtímans við undirleik Malikova Maryna.

Anastasiia hóf tónlistarmenntun sína 13 ára við tónlistarskólann í Kyiv og hefur hún diplómapróf frá National Pedagogical Dragomanov háskólanum þar sem hún útskrifaðist sem tónlistarkennari, kórstjóri og óperusöngkona. Ásamt því hefur hún meistaragráðu frá Úkraínu og er núna að klára meistaragráðu númer tvö í Düsseldorf hjá tónlistarskóla Rubinstein.

Á árunum 2016 -2017 starfaði hún hjá tónlistarskólanum í Kiev sem tónlistarkennari og sérkennari í óperusöng. Frá árinu 2017 og fram að upphafi Ukraínu stríðsins starfaði hún hjá Taras Shevchenko, Kyiv National of Opera and Ballet leikhúsinu.

Malikova Maryna kemur einnig frá Úkraínu og mun sjá um undirleik á þessum viðburði og hafa þær vinkonur margoft komið fram saman.  Maryna starfaði sem undirleikari við National Pedagogical Dragomanova háskólann og hefur starfað sem undirleikari á skemmtiferðaskipum síðan stríðið hófst. 

Anastasiia hefur hefur haldið tónleika víðsvegar um Úkraínu, Danmörku, Þýskaland og víðar og hefur viðburður þessi vakið mikla lukku á óperuhátíðum í Danmörku og Þýskalandi.

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar.