"Í fjallasal"-yndislegasta tónlist Griegs.
Fljúgum á vægjum söngsins til Noregs. Dalvíkingurinn ungi Styrmir Þeyr Traustason þreytir frumraun sína með sinfóníuhljómsveit í hinum dásamlega elskaða píanókonsert Griegs. Karlakórar á svæðinu ásamt hetjubassanum Reyni Gunnarssyni flytja víkingasöng Ólafs konungs "Landssýn"og svo upplifum við morgunroða í Afríku, höll Dofra konungs o.fl. úr Pétri Gaut. Tónlist sem allir elska.
Hljómsveit Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakór Eyjafjarðar í banastuði!
Michael Jón Clarke og Óliver Kentish stjórna
Viðburðurinn nýtur styrkja frá:
Verðandi
Tónlistarsjóði
Menningarsjóði Akureyrarbæjar