Dags
Tími
07 .des
13:00
07 .des
15:00
08 .des
13:00
08 .des
15:00
15 .des
13:00
15 .des
15:00
21 .des
13:00
21 .des
15:00
22 .des
13:00
22 .des
15:00
28 .des
13:00
28 .des
15:00
29 .des
13:00
29 .des
15:00
Verð:
3.900 kr.
Jóla Lóla Skyrgámsdóttir er uppátækjasöm jólasveinastelpa sem á sér þann draum heitastan að fara til byggða og gefa börnum í skóinn. Vinur hennar, sem heitir Vettlingur, er ekki jafn æstur í ævintýraferðir því hann langar helst að vera heima í jólabústaðnum að pakka inn gjöfum. Saman leggja þau þó af stað með Skyrgámi og lenda í svaðilförum þar sem hið pakka-étandi Jólafól kemur við sögu og óbermin Mykjuskán og Kolsteinn bíða í leynum. Þá á eftir að nefna ömmu hennar Jóla Lólu, sem allir kalla Grýlu, en heitir í rauninni Kríla og er krúttleg rokk-amma.
Jóla Lóla er nýtt og skemmtilegt ævintýri fyrir börn á öllum aldri með söngvum eftir leikhópinn og tónlistarmennina Jóa Pé og Króla. Leikritið er einnig eftir leikhópinn og leikstjórann Berg Þór Ingólfsson leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur leikstýrt m.a. Bláa Hnettinum, Mary Poppins og Matthildi í Borgarleikhúsinu og nú í vetur Litlu Hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikarar eru Urður Bergsdóttir, Kristinn Óli Haraldsson og Hjalti Rúnar Jónsson, sem öll eru áhorfendum Leikfélagsins að góðu kunn.
Sýningin er um klukkustundar löng og verður á fjölum Samkomuhússins á Akureyri 7. – 29. desember
Höfundar handrits: Bergur Þór Ingólfsson, Hjalti Rúnar Jónsson, Kristinn Óli Haraldsson og Urður Bergsdóttir
Höfundar tónlistar og söngtexta: Bergur Þór Ingólfsson, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Damian Patreksson, Kristinn Óli Haraldsson og Urður Bergsdóttir
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd og búningar: Björg Marta Gunnarsdóttir
Hár og förðun: Harpa Birgisdóttir
Tónlistarstjórn: Jóhannes Damian Patreksson
Ljósahönnun: Lárus Heiðar Sveinsson
Hljóðhönnun: Gunnar Sigurbjörnsson
Sýningarstjórn: Þórunn Geirsdóttir
Sýningin verður sýnd í Samkomuhúsinu í Desember og heyrst hefur að allir jólasveinarnir berjist um að fá að setja gjafabréf á sýninguna í skóinn hjá börnunum.