Dansnemendur Steps Dancecenter ætla að setja jólaævintýrið Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss í dansbúning.
Sagan fjallar um Trölla sem þolir ekki jólin og allt sem þeim tengist en í næsta nágrenni við hann, í Þeim-bæ, halda menn þau hátíðleg með mat og drykk, söng og gjöfum. Eitt árið fær Trölli nóg. Hann ákveður að fara nóttina áður en jólin ganga í garð og fjarlægir allt sem minnir hann á þau. Honum til mikillar furðu hljóma samt jólasöngvar að morgni og Trölla skilst að jólin felast ekki í steikinni, trénu eða pökkunum - heldur í hjörtum mannanna.
Sýningin hefst á dansverkinu Frostkristallar.