UPPTAKTURINN 2025
Upplýsingar
Upptakturinn er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Hörpu. Áhersla er lögð á að hvetja börn og ungmenni til að semja tónlist og styðja þau í fullvinnslu hugmyndar. Ungmennin sem komast áfram vinna að útsetningum undir leiðsögn reyndra tónlistarmanna. Að þessu ferli loknu verða til ný tónverk sem flutt verða á tónleikum og varðveitt með upptöku.
Markmið Upptaktsins
Sköpun – að stuðla að tónsköpun ungs fólks og hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist.
Skráning – að aðstoða börn og ungmenni við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju og varðveita þannig tónlistina.
Flutningur – að gefa börnum og ungmennum tækifæri á að upplifa eigin tónlist í flutningi fagfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi.
Svona tek ég þátt:
- Upptakturinn er fyrir börn og ungmenni í 5.-10. bekk í grunnskólum á Norðurlandi eystra.
- Lengd tónverks, óháð tónlistarstíl, skal vera 1-5 mínútur að hámarki, annaðhvort einleiks eða samleiksverk fyrir allt að 6 flytjendur.
- Skila þarf tónsmíð, eða hugmynd að verki, inn í hefðbundinni eða grafískri nótnaskrift, texta eða upptöku. Upptakan skal vera í mp3.
- Sendist rafrænt á upptakturinn@mak.is ásamt nafni höfundar, aldri, tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu sjálfu ásamt nafni forrráðamanns, símanúmeri og tölvupóstfangi.
Dómnefnd
Dómnefnd velur þátttakendur úr hópi umsókna. Fagfólk í tónlist situr í dómnefnd. Allt að 10 verk verða valin til þátttöku.
Vinnusmiðja með fagfólki
Valin verk verða fullunnin með fagfólki í tónlist í tónsmiðju. Einstaklingsbundin vinnusmiðja fer fram í Hofi, sem og sameiginleg vinnusmiðja, með þeim umsækjendum sem valdir eru til þátttöku.
Tónleikar
Tónleikar verða haldnir í kjölfar vinnusmiðja og er því nokkurs konar uppskeruhátíð þátttakenda. Tónleikarnir verða haldnir 27. apríl kl 17 í Hamraborg í Hofi, þeir eru hluti af Barnamenningarhátið á Akureyri. Þangað eru allir VELKOMNIR og það er frítt inn.
Tónsköpunarverðlaunin
Öll verkin sem flutt verða á tónleikunum hljóta tónsköpunarverðlaunin: Upptakturinn 2025.
Allar nánari upplýsingar hérna
Verkefnastjóri Upptaktsins er Kristín Sóley Björnsdóttir sem veitir fúslega allar nánari upplýsingar í gegnum upptakturinn@mak.is og í síma 450-1007.
Tónlistarstjóri: Greta Salóme tónlistarkona.
Útsetning verka með þátttakendum og leiðbeinendur í vinnusmiðjum: Greta Salóme tónlistarkona og Kristján Edelstein tónlistarmaður.