Fara í efni

Útleiga

Í Hofi er framúrskarandi aðstaða fyrir ýmsar gerðir viðburða. Fjölbreytt úrval rýma í húsinu gefur kost á að halda þar allt frá litlum stjórnarfundum og námskeiðum upp í fjölmennar ráðstefnur, stórtónleika og veislur tengdar fundum eða ráðstefnum. Starfsfólk Menningarhússins Hofs hefur mikla reynslu af skipulagningu fjölbreyttra viðburða og veitir faglega ráðgjöf auk þess að vera skipuleggjendum innan handar við undirbúning og framkvæmd.

Kynntu þér aðstöðuna í bæklingi fyrir skipuleggjendur og ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir bókanir og fyrirspurnir.

Kynntu þér sögu Hofs hér. 

 

Tónleikar og sviðslist

Skapaðu eftirminnilegan listviðburð í einstökum salarkynnum Hofs.

Fundir og ráðstefnur

5 eða 500 fundargestir? Eigðu innihaldsríkan fund í Hofi - við tryggjum umgjörð í samræmi við þínar óskir.

Móttökur og veislur

Viltu halda veislu í lok fundar eða ráðstefnu í húsinu?

Allir salir

Fáðu yfirlit yfir alla sali Hofs og finndu þann sem hentar þínum þörfum.