Fara í efni

Setberg

Instructions in English are here!

Í fundarherberginu Setbergi eru bæði skjár og myndavél sem hægt er að tengja við tölvu, spjaldtölvu, snjallsíma og allskonar.

Ef nota á myndavélina til fjarfunda mælum við með því að tengjast með HDMI og USB snúrum sem eru í tengibrunni í fundarborðinu. Nauðsynlegt er að tengja USB snúruna til að nota myndavélina. Breytistykki fyrir þessar snúrur eru ef þarf í skápnum við bakvegg Setbergs, ræðið annars við starfsfólk Hofs ef eitthvað vantar.

Gestum býðst að tengjast þráðlausa netinu Hof Gestir, lykilorðið er Akureyri.

Til að tengjast skjánum þráðlaust, farið eftir leiðbeiningum fyrir það tæki sem við á.

Windows

Windows leiðbeiningar um tengingu við þráðlausan skjá

  • Ef ekki er búið að tengja tölvuna á þráðlausa netið Hof Gestir nú þegar þarf að byrja á því. Smellið á nettengingar táknið neðst hægra megin á skjá tölvunnar og veljið netið Hof Gestir. Lykilorðið er Akureyri.
  • Byrjið á að halda niðri Windows/Start takkanum á lyklaborði tölvunnar og ýtið á K. Þá opnast gluggi til hliðar þar sem hægt er að velja um mögulegar þráðlausar tengingar við skjái.
  • Veljið Setberg skáinn á listanum.
  • Sláið inn aðgangskóðann 1212.
  • Tenging ætti að vera tilbúin.

Mac, iPad eða iPhone

Windows leiðbeiningar um tengingu við þráðlausan skjá

  • Ef ekki er búið að tengja tölvuna á þráðlausa netið Hof Gestir nú þegar þarf að byrja á því. Ef um tölvu er að ræða, smellið á nettengingar táknið efst hægra megin á skjá tölvunnar. Ef um iPad eða iPhone er að ræða, dragið niður úr hægra horni skjásins, haldið niðri tákni fyrir nettengingar og aftur á listanum sem birtist. Veljið netið Hof Gestir. Lykilorðið er Akureyri.
  • Opnið Control Center með því að smella á táknið í valmynd efst til hægri ef um er að ræða tölvu en dragið niður úr efra hægri horni ef um er að ræða iPad eða iPhone.
  • Veljið Screen Mirroring.
  • Veljið skjáinn Setberg.
  • Sláið inn aðgangskóðann 1212.
  • Tenging ætti að vera tilbúin.

Android

  • Ef ekki er búið að tengja tækið við þráðlausa netið Hof Gestir, opnið Control Center með því að draga niður úr hægra horni. Veljið Internet, See All og netið Hof Gestir. Lykilorðið er Akureyri.
  • Opnið Control Center með því að draga niður úr hægra horni. Veljið Screen Cast.
  • Veljið Setberg á listanum.
  • Sláið inn aðgangskóðann 1212.
  • Tenging ætti að vera tilbúin.

Ef eitthvað virkar ekki sem skyldi eða aðrar spurningar vakna, hafið samband við starfsfólk Hofs.