Jafnlaunastefna Menningarfélags Akureyrar
Jafnlaunastefna Menningarfélags Akureyrar
Það er stefna Menningarfélags Akureyrar að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þættir sem liggja til grundvallar ákvörðunum eru kjarasamningar, lög og reglur, launaþróun, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntun, þekkingu og starfsreynslu sem krafist er. Komi upp frábrigði, athugasemdir eða afbrigði er brugðist við þeim.
Til þess að fylgja stefnunni eftir og uppfylla lög um launajafnrétti hefur Menningarfélag Akureyrar innleitt jafnlaunakerfi skv. 8. gr. laga nr. 150/2020 lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem nær til alls starfsfólks. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna innan Menningarfélags Akureyrar með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.
Meginmarkmið jafnlaunakerfisins er að:
- öll kyn skuli hafa jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf,
- öll kyn njóti jafnra tækifæra,
- finna leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf,
- líða ekki ofbeldi; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni.
Menningarfélagið hefur sett sér jafnlaunamarkmið og sett fram aðgerðaáætlun um hvernig þeim skuli náð. Jafnlaunamarkmiðum skal svo fylgt eftir.
Jafnlaunastefnan minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.
Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra.
Jafnlaunastefna þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu Menningarfélags Akureyrar og ber framkvæmdastjóri ábyrgð á því að jafnlaunakerfið sé undir stöðugum umbótum og eftirliti.
Jafnlaunastefnan er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi.
Jafnlaunastefnan tekur gildi við útgáfu og er endurskoðuð samkvæmt endurskoðunaráætlun.
Ef þú hefur athugasemd eða ábendingu varðandi jafnlaunastefnuna þá máttu smella hér