Fara í efni

Fullorðinsnámskeið hefst 11. mars!

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ 2 FYRIR FULLORÐNA

-textagreining og spuni

Hefur þú áhuga á sviðslist/ritlist/frásagnarlist?

Finnst þér gaman að standa á sviði en ert óviss með hvað á að gera í spuna?

Langar þig að fá aukna innsýn í textavinnu og senugreiningu?

Langar þig að fara örlítið út fyrir þægindarammann?

Sama hvað af þessu á við um þig þá ætti leiklistarnámskeið hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar að höfða til þín. Kennt er í litlum hópum sem þýðir að kennarinn getur tekið mið af þörfum hvers og eins.

Farið verður í skemmtilegar og krefjandi æfingar og leiki sem efla sjálfstraust, stækka þægindarammann og virkja ímyndunaraflið. Kennt verður einfalt kerfi sem hjálpar til við að skýra upplifanir og viðbrögð skáldaðra persóna. Kerfið nýtist bæði í textagreiningum og spuna og er frábær grunnur bæði fyrir leikara, höfunda og alla þá sem hafa áhuga á frásagnarlist.

Þetta er grunnnámskeið í greiningu og spuna og er því fullkomið fyrir byrjendur sem og lengra komna!

Taktu skrefið í öruggu umhverfi á leiklistarnámskeiði fyrir fullorðna sem verður haldið í mars-apríl hjá Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.

Fyrir hverja: Alla áhugasama, 18 ára og eldri.

Kennari: Sesselía Ólafs

Tímasetning: Kennt verður í tveimur hópum, annar verður á þriðjudögum kl. 19:30-21:30

og hinn á miðvikudögum kl. 19:30-21:30

Hvar: Menningarhúsinu Hofi - Undirheimum

Skráning: Abler

Verð: 45.000 kr.

Lengd: 10 klst

Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst á lla@mak.is