Aðalfundur Menningarfélags Akureyrar fór fram 28. október síðastliðinn
Aðalfundur Menningarfélags Akureyrar fór fram í Menningarhúsinu Hofi 28. október síðastliðinn. Eva Hrund Einarsdóttir formaður stjórnar þakkaði starfsfólki Menningarfélagsins fyrir sín störf síðastliðið ár og fyrir að halda uppi atvinnu í sviðslistum þrátt fyrir samkomutakmarkanir.
Leikfélag Akureyrar frumsýndi þrjú leikverk á starfsárinu, þar af tvö ný íslensk leikverk, og sýndi yfir 100 sýningar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tók upp tónlist fyrir 22 alþjóðleg verkefni.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélagsins, fór yfir starfsárið. Þar kom fram að jafnvægi er á rekstrinum og munaði miklu að ríkið lagði félaginu til 20 m.kr framlag á fjáraukalögum til að mæta áhrifum af heimsfaraldi. Þuríður Helga tók einnig undir orð Evu Hrundar og þakkaði starfsfólki fyrir úrræðasemi og hugmyndaauðgi.