Allir velkomnir á Kúnstpásu í Hofi
31.05.2022
Íslenska Óperan, í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar, býður nú í fyrsta sinn uppá Kúnstpásu í Menningarhúsinu Hofi.
Á Kúnstpásum koma fram vel þekktir söngvarar í bland við þá sem eru að kynna sig til leiks á óperusviðinu.
Á þessum tónleikum sem bera yfirskriftina Mín fagra sól koma fram Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo sópran Lára Bryndís Eggertsdóttir sembal, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla og Steinunn A. Stefánsdóttir selló. Þær flytja þekktar barrokk aríur m.a. eftir Purcell, Corelli og Handel.
Tónleikarnir fara fram í Hömrum 19. júní klukkan 14. Enginn aðgangseyrir er að tónleiknum og ekki þarf að panta miða. Verið öll velkomin!
Nánari upplýsingar hér.