Hæfileikakeppni ungmenna, fitnesskeppni, popptónlist, Galdrakarlinn í Oz og myndlistarsýning barna
Það er ekki hægt að segja annað en að fjölbreyttir viðburðir séu í Hofi þessa dagana.
Helgin framundan er engin undantekning á þvi.
Í morgun fimmtudaginn 3. apríl opnaði myndlistarsýningin Ísland með okkar augum sem unnin er af nemendum í 2.-10. bekk í Naustaskóla
í tilefni af Barnamenningarhátíðinni á Akureyri.
Hæfileikakeppni Akureyrar fyrir börn í 5.-10. bekk fer fram í dag kl 16, en þar eru átján atriði skráð til keppni og þrjátíu og þrír þátttakendur
sem munu láta ljós sitt skína á stóra sviði Hamraborgar. Frítt er inn og öll velkomin.
Hljómsveitin Skítamórall fagnar 35 ára afmæli sínu föstudagskvöldið 4. apríl kl. 20 í Hamraborg.
Hljómsveitin er eitt stærsta nafn aldamótakynslóðarinnar og lög eins og Farin, Myndir, Svífum, Ennþá, Fljúgum áfram
og fleiri sem eru fyrir löngu orðin einkennislög þessa kröftuga tímabils í íslenskri tónlist.
Íslandsmótið í fitness verður haldið laugardaginn 5. apríl, þar munu fimmtíu keppendur stíga á svið og keppt verður í
fitness karla og kvenna, sportfitness karla, módelfitness, wellness sem og vaxtarrækt.
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri rammar inn helgina með því að bjóða uppá tvær sýningar fyrir alla fjölskylduna á Galdrakarlinum í Oz.
Þetta eru allra síðustu sýningar á þessum skemmtilega söngleik þar sem hátt í 100 nemendur koma að uppsetningunni.
Sýningin er fyndin, hjartnæm og sannkölluð veisla fyrir allan aldur.
Tryggið ykkur miða á viðburði helgarinnar hér
Hlökkum til að sjá ykkur í Hofi!