Fara í efni

Lífsins karnival

Lífsins karnival var fyrst fært upp í samstarfi við Íslensku óperuna haustið 2010. Þar flytur söngkonan Ingveldur Ýr ásamt sérlegum gesti, Garðari Thor Cortes tenórsöngvara, lög af geisladiski sínum, Portrett. Flutt verður söngleikjatónlist og dægurlög í bland við óperuaríur í útsetningum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.

Á sýningunni verða einnig flutt ýmis lög úr smiðju Kurt Weill, Leonard Bernstein, Andrew Lloyd Webber, Giuseppe Verdi og Francis Poulenc, svo dæmi séu nefnd. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir og hönnuður ljósa var Páll Ragnarson. Einnig koma fram Antonía Hevesi píanóleikari, Magnús Guðmundsson og Nicolaj Falck leikararar.

Sýningin er á vegum Leikfélags Akureyrar.
Til baka