Litla flugan
18.02.2011
-
18.02.2011
Ótrúlega mörg laga Sigfúsar hafa tekið sér bólfestu í þjóðarsálinni og eru það mikil verðmæti fyrir fámenna þjóð að eiga tónskáld sem býr til lög sem þjóðin syngur án fyrirhafnar. Lög eins og Tondeleyo, Vegir liggja til allra átta, Lítill fugl, Dagný, Litla Flugan og fleiri.
Hljómsveitarstjóri er Björn Thoroddsen og söngvarar eru Egill Ólafsson, Hera Björk Þórhallsdóttir og Stefán Hilmarsson. Aðrir í hljómsveitinni eru Jóhann Hjörleifsson trommur, Jón Rafnsson kontrabassi og Pálmi Sigurhjartarson píanó.