Mak auglýsir eftir tæknimanni
Tæknimaður, almenn tæknivinna hjá Menningarfélagi Akureyrar með áherslu á ljósavinnu.
Helstu verkefni:
- Vinna við uppsetningu búnaðar fyrir sýningar, tónleika, ráðstefnur og aðra viðburði, bæði utanaðkomandi og á vegum Menningarfélags Akureyrar.
- Keyrsla á viðburðum. Ljós, hljóð, mynd, sviðsvinna og önnur tilfallandi verkefni sem tengjast viðburðum.
- Dagleg verkefni tæknideildar, svo sem undirbúningur fyrir ráðastefnur, fundi og tónleika.
- Halda utanum og skrá þjónustu og notkun leigjenda á tækjum
- Sinna viðhaldi tæknibúnaðs, þrifum og öðru.
- Þátttaka í öðrum verkefnum MAk í samráði við tæknistjóra og annað starfsfólk.
Kröfur:
- Þekking á ljósabúnaði, þeim hugtökum sem tengjast því og grundvallar þekking á rafmagni.
- Áhugi, reynsla og þekking á viðburðum og tæknibúnaði sem tengist þeim.
- Jákvæðni og þjónustulund. Starf tæknimanns snýst um að þjónusta viðskiptavini, listamenn og viðburðarhaldara.
Vinnutími getur verið sveigjanlegur eftir verkefnastöðu. Viðburðir eru oft á kvöldin og um helgar en vinnufyrirkomulag er ákveðið í samráði við tæknistjóra.
Menningarfélagið framleiðir leiksýningar, rafmagnaða- og klassíska tónleika, ráðstefnur og fundi auk þess sem að félagið rekur upptökuhljóðver þar sem meðal annars fara fram upptökur á sinfónískri kvikmyndatónlist.
Gunnar Sigurbjörnsson, tæknistjóri MAk hefur umsjón með ráðningu ásamt framkvæmdastjóra. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018. Skila þarf inn ferilskrá ásamt umsóknarbréfi á netfangið umsoknir@mak.is. Í umsóknarbréfi skulu tilgreindar helstu ástæður fyrir umsókninni ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.