Fara í efni

Metfjöldi fylgdist með Friðriki Ómari og Eik

Metfjöldi fylgdist með tónleikum Friðriks Ómars og Eik Haraldsdóttur í beinu streymi á mak.is í gærkvöldi. Tónleikarnir verða aðgengilegir á mak.is og youtube  fram á mánudag.

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Í HOFI & Heim fara fram 21. janúar þegar söngkonan Andrea Gylfadóttir og hinn ungi og efnilega Einar Óli koma fram saman á sviði Hamraborgar í Menningarhúsinu Hofi. Andrea er öllum landsmönnum kunn en Einar Óli er laga- og textahöfundur frá Húsavík sem kemur fram undir listamannsnafninu iLo. Með þeim mun gítarleikarinn Kristján Edelstein koma fram. Eins og áður verður herlegheitunum streymt beint á mak.is.

Tónleikaröðin Í HOFI & Heim er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.

 

 

Til baka